Flýtilyklar
Fundur hjá sleðadeild
Fundur sleðadeildar 15.10.2009
Sleðadeildin hélt fyrsta fund vetrarins núna á dögunum fram í Bangsabúð. Byrjað var á því að þrífa
sleðana, bóna og yfirfara þá. Auk þess sem við fórum yfir annan búnað sleðadeildar. Sleðarnir eru í topplagi og ekkert sem
þarf að gera fyrir þá fyrir átök vetrarins. Dalbjörg 6. er keyrður 3155 km og Dalbjörg 7. er keyrður 3011 km.
Í vetur eru uppi hugmyndir með að virkja meira samstarf milli sleðadeilda á svæðinu og eru
Pétur og Vagn hjá Súlum búnir að velta upp nokkrum flötum á því meðal annars að vera með nokkrar sameiginlegar æfingaferðir.
Búið er að panta námskeiðið “Sleðamaður 1” hingað norður og er reiknað með því að það verði miðvikudagskvöldið 25. nóv.
Geymsla á sleðunum var rædd og erum við sammála um að þeir þurfi að vera geymdir á Akureyri yfir vetrartímann. Búið er að setja Tómas í að athuga með geymsluaðstöðu en Kristján er til í að leyfa okkur að hafa viðgerðaraðstöðu upp í iðnaðarbilinu hjá honum og Halla.
Umsjónarmenn sleðadeildar eru að vinna í endurnýjunar málum á sleðum sveitarinnar, virðist það ekki raunhæft miðað við verðlag á nýjum sleðum í dag sem er um 3 milljónir. Verið er að skoða aðrar leiðir og skýrist það fljótlega.
Stefnt er að GPS og rötun fyrir sleðamenn núna fljótlega.
Önnurmál
Fjarskiptamál rædd, GSM VS NMT. Klifurbúnaður er klár til að hafa með sér á sleða. Athuga með að fá fasta VHF stöð á hin sleðann, er í skoðun. Síðan ætlar sleðadeildin að aðstoða Palla við að græja sleðann hans betur.
Mættir Kristján, Smári, Guðjón Páll, Elmar, Pétur, Snædís og Ásþór.
Helgi, Viðar og Tómas boðuðu forföll.