• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Fundurinn í gærkvöldi

Fyrsti fundur haustsins var í gærkvöldi fram í Bangsabúð. Það mættu yfir 20 manns á mjög skemmtilegan fund enda mikið jákvætt búið að vera í gangi hjá okkur.
Þau námskeið sem við stefnum á að taka námskeið í haust eru: Öryggi við sjó og vötn (hefst í fjarnámi í október), Fyrsta hjálp 1 og Fjallabjörgun 1.


Dagskrá:

  • 4. sept.   Almennur fundur
  • 8. sept.   Göngur
  • ? sept.    Endurskinsmerki
  • 26. sept. Námskeið í Fyrstu hjálp 1.
  • 21. okt    Öryggi við sjó og vötn (Fjarnám, fyrirlestur í Félagsborg)

Við minnum líka á fjarnámið sem hefst í lok september, það má skoða hér.

Meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var.
  • Unglingadeildarkrökkum var boðið að koma að starfa með okkur og mættu 4 í gær. Það voru Ólína, Júlíus, Hreiðar og Hannes. Við bjóðum þau velkomin.
  • Við ætlum að fjölmenna á Landsæfingu á Vestfjörðum helgina 8-10 október.
  • Námskeið í Fyrstu hjálp 1 síðustu vikuna í september og hvetjum við alla til að huga að stöðu sinni þar og endurmennta sig.
  • Stefnum að því að taka Öryggi við sjó og vötn í Félagsborg, kvöldnámskeið í október.
  • Haustferð um miðjan nóvember.
  • Fjallabjörgunarnámskeið eftir miðjan október.
  • Farið verður með endurskinsmerki fljótlega í skólana og þau gefin.
  • Staðan eftir Handverk og fjáraflanir sumarsins kynnt. Góð mál.
  • Þrír menn fara frá okkur í göngur á föstudag.
  • Handverksslútt verður líklega í lok mánaðarins.
  • Íþróttahúsið á Svalbó er í vinnslu og verður auglýst.

Miklar og skemmtilegar umræður voru undir liðnum önnur mál og má þar nefna að Ólöf tók að sér smá innkaup fyrir húsið og Eysteinn ætlar að sjá til þess að það komi perlumöl á planið hjá okkur. Eins voru mönnum bent á að skrá allar athafnir fram í húsi í bókina okkar góðu.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is