Flýtilyklar
Fyrirtaks námskeið!
19.01.2010
Mikil ánægja var með fjallamennskunámskeiðið meðal þátttakenda. Frá Dalbjörg fóru 5 manns og frá Tý á
Svalbarðseyri mættu 3 félagar. Hægt er að fullyrða að allir skemmtu sér mjög vel, lærðu nýja hluti og rifjuðu upp gamla, og
allir áttu það sameiginlegt að vera þreyttir en ánægðir eftir helgina.
Námskeiðið var haldið við Munkaþverárgilið í Eyjafjarðarsveit þar sem farið var í sig, tryggingar, ísklifur, gengið
í línu og fleira. Við vorum svo heppin að hafa 3 góða leiðbeinendur með okkur, þá Friðjón, Magnús og Þórð sem
allir hafa talsverða reynslu á þessu sviði.
Að námskeiði loknu á sunnudaginn fór hópurinn í Súluhúsið á Akureyri, fór yfir búnaðinn og ræddi um hvernig helgin var. Niðurstaðan var að allir, nemendur sem leiðbeinendur voru ánægðir með útkomuna.
Þekkingin af þessu námskeiði mun án efa nýtast félögunum vel og við þökkum fyrir okkur.
Að námskeiði loknu á sunnudaginn fór hópurinn í Súluhúsið á Akureyri, fór yfir búnaðinn og ræddi um hvernig helgin var. Niðurstaðan var að allir, nemendur sem leiðbeinendur voru ánægðir með útkomuna.
Þekkingin af þessu námskeiði mun án efa nýtast félögunum vel og við þökkum fyrir okkur.
comments powered by Disqus