• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Girðingavinna, Handverksslútt og fundur

Sælir félagar og velkomin á nýtt starfsár :)

Haustið byrjar með látum, það er meira en nóg að gera hjá okkur. Fyrst ber að nefna girðingavinnuna sem verður annað kvöld og á fimmtudagskvöldið í Grænuhlíð; hafið samband við Eið ef þið komist eða komist ekki.

Það verður svo fundur á sunnudagskvöldið, í raun einni helgi of snemma vegna gangna í Eyjafjarðarsveit. Þar verður rætt um Handverkshátíð, Landsæfingu, námskeið og hvernig við hugsum okkur veturinn.

Rúsínan í pylsuendanum er svo slúttið sem verður haldið í Freyvangi kl. 20:30 fyrir alla þá sem komu að Handverkshátíðinni glæsilegu sem var haldin hér á Hrafnagili 7.-10. ágúst. Þar verður farið yfir nokkra þætti hátíðarinnar og eftir það skemmtum við okkur saman. Öll félögin sem komu að hátíðinni ætla að mæta og við ætlum að setja fjöldamet!

Hlökkum til að sjá ykkur næstu kvöld.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is