• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Góð æfing í gærkvöldi.

Góð æfing í gærkvöldi.
Vettvangsstjórinn og aðstoðarmaður.
Í gær kvöldi var haldin björgunaræfing inn á Eyjafjarðardal, æfingin var boðuð út sem útkall og var sent sms "Æfing, Útkall F1 Rauður, Bílslys Eyjafjarðardal, 2 slasaðir, Æfing" á Dalbjörgu.
Þá voru mættir 16 manns í Bangsabúð, þau skipulögðu sig, tóku búnað og lögðu af stað á Dalbjörg 1,2 og 3.


Á leiðinni fengu þau upplýsingar frá svæðistjórn um slasaða og týnda og mögulega staðsettningu. Eftir smá leit fannst vettvangurinn í Vatnahjalla og kom síðan í ljós að sjúklingarnir voru þrír, einn fótbrotinn, einn týndur og þriðji alvarlega slasaður í bílnum. 
Vettvangsstjóri var skipaður og síðan var skipað í leitar og björgunarhópa. Svæðistjórn vann með okkur allan tímann en í henni voru Ingi og Smári Sigurðsson viljum við þakka þeim vel fyrir.

Verkefnin voru leist mjög vel við erfiðar aðstæður í miklum bratta, myrkri og rigningu.
Alls komu því 23 að þessari æfingu og vilja skipuleggjendur æfingarinnar þeir Elmar og Pétur, hrósa þeim sem tóku þátt.

Sjúklingurinn fékk góða aðhlynningu.

Halli að mæla blóðþrýsting.

Þau fyrstu sem komu að sjúklingnum.

Leitarhópurinn lagðu af stað út í sortann

Helgi alltaf svo glaður..


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is