• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Góður fundur í gærkvöldi

Á fundinum í gær var farið í gegnum mörg mál, gerðar breytingar á skipulagi og ákveðið að ráðast í framkvæmdir, en yfir 20 manns mættu á fundinn. Helstu mál voru:

  • Dagskrá fyrir árið var samþykkt og er komin inn á netið hér til hliðar.
  • Boðunarferlið var rætt og kemur það inn á netið bráðlega en við útköll á að láta vita hvort að menn komast eða komast ekki í þessa menn.
    1. Pétur Róbert - 8614085
    2. Helgi Schiöth - 8969417
    3. Eiður Jónsson - 8615537
    4. Ingvar Þ. - 8940732
  •  
  • Samþykktar voru viðmiðunarreglur fyrir heildarútkall/tækjaútkall. Stjórn ætlar fara yfir skráningu á útkallslistum. Viðmiðin koma inn á heimsíðuna fljótlega.
  • Kynnt var á fundinum að stjórn er búin að fela Pétri og Eið að athuga með lóðarmál á Hrafnagili og hvort það verður grundvöllur að byggja þar.
  • Samþykkt var tillaga frá bílaflokk að fara í breytingar á Land Cruiser, á að breyta honum fyrir 44” dekk, lengja milli hjóla og jafnvel að setja í hann lógír.
  • Dagskrá fyrir maí og júní var kynnt.
  1. Keila 12. maí
  2. Fagnámskeið í leitartækni 13-16 maí
  3. Sumarvæða tækin fyrir maí lok
  4. Mæðuveikisgirðing fyrir 10. júní
  5. Gæsla 17. júní
  6. Kassaklifur á kvennahlaupi 19. júní

Ekki verður unnt að taka námskeið í straumvatnsbjörgun eða björgunarmaður í aðgerðum líkt og stefnt var að. Þess í stað er í skoðun að taka "FJALLABJÖRGUN 1" sem yrði þá kennt á tveimur kvöldum og einum laugardegi. td. 26., 27. og 29. maí eða 23., 24. og 26. júní.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is