• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Góður sleðafundur.

Góður sleðafundur.
Verið að taka út sleðann
Í kvöld var haldinn samhæfingarfundur sleðasveita við Eyjafjörð í Súluhúsinu á Akureyri. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var vel sóttur, mættu 25 manns frá sex hjálparsveitum á svæðinu. Pétur frá Dalbjörg og Vagn frá Súlum héldu stuttan fyrirlestur og komu með hugmyndir að sameiginlegum æfingum sveitanna auk þess sem farið var yfir kröfur varðandi búnað björgunarsleða ofl.

Anton fjallabjörgunarmaður kynnti síðan sprungubjörgunarbúnað til að hafa í sleðum og notkun hans. Sleðar frá Dalbjörg og Súlum voru til sýnis og sá staðalbúnaður sem fylgir þeim og N1 var með kynningu á hjálmum og búnaði tengt sleðum. Mikil ánægja var með fundinn og er stefnt að fyrstu æfingaferðinni 7. mars um Glerárdal og Hlíðarfjall með Súlumönnum.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is