• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Hálendisvakt


Varðandi Hálendisvaktina í sumar kom hér póstur frá SL. Þeir sem hafa áhuga eða vilja frekari upplýsingar mega endilega hópa sig saman og hafa samband við stjórn (nú eða hann Jónas hjá SL).

Hér er pósturinn: 

Komið þið öll sæl og blessuð

Slysavarnafélagið Landsbjörg óskar eftir umsóknum frá björgunarsveitum félagsins vegna þáttöku í Hálendisvakt björgunarsveita sumarið 2013. Stefnt er að því ef þáttaka fæst allan tímann að keyra verkefnið frá 28. júní til 25. ágúst og viku lengur að Fjallabaki og norðan Vatnajökuls. Eins og áður verður hver vakt ein vika.

Þar sem einhverjar slysavarnadeildir hafa lýst áhuga á því að taka meiri þátt í verkefninu eru björgunarsveitir hvattar til að setja sig í samband við næstu deildir og ekki síður eru slysavarnadeildir hvattar til að setja sig í samband við næstu björgunarsveitir. Ljóst er að meðlimir deildanna geta styrkt þann hóp sem á hálendið fer frá félaginu.

Sami háttur verður hafður á svæðaskiptingu; Kjölur, Sprengisandur, Fjallabak og svæðið norðan Vatnajökuls. Ef hægt verður að leysa húsnæðismál er stefnt að því að færa aðstöðuna á Kili frá Gíslaskála og á Hveravelli og eins er stefnt að því að fá sérhúsnæði í Nýjadal. Enn er a.m.k reiknað með því að aðstaðan verði með svipuðu sniði að Fjallabaki og í Dreka.

Vaktirnar verða frá sunnudegi til sunnudags og gert er ráð fyrir vaktaskiptum kl. 15:00 þann dag. Lögð er  mikil áhersla annarsvegar á að sveitirnar hittist og miðli helstu upplýsingum við vaktaskipti og hinsvegar að ný sveit hitti skála- og landverði á stöðunum.

Að Fjallabaki er óskað eftir því að þær sveitir sem þar séu verði með tvö ökutæki (bíla) og a.m.k. sex einstaklingar á vaktinni og af þeim séu tveir með gild WFR réttindi eða sambærilegt. Á öðrum svæðum er óskað eftir því að a.m.k þrír einstaklingar séu á vaktinni hverju sinni og a.m.k einn þeirra hafi lokið Fyrstu hjálp 2 og formlegri upprifjun með reglulegum hætti.

Að venju mun félagið leggja fram styrki og verða þeir að þessu sinni kr. 250.000 á viku (sjö sólarhringar).

Námskeið fyrir þáttendur verður haldið í júní mánuði og verða þau með aðeins breyttu sniði, farið verður dýpra í ákveðna þætti og í raun um formlegri kennslu að ræða en a.mk. síðasta ár.

Hópstjórar fá það hlutverk núna að skrá inn sína hópa í kerfið okkar og geta þeir gert það um leið og þeir hafa fengið úthlutað sinni viku en verða í síðasta lagi að hafa skráð inn hópinn og tæki hans viku áður en vakt þeirra hefst.

Ef fleiri en ein sveit sækir um einhverja viku verða þær settar á biðlista en almennt gildir sú regla að fyrstur kemur fyrstu fær. Sveitir fá svar frá undirrituðum í síðasta lagi 2 - 3 sólarhringum eftir að umsókn berst.

Umsóknir þurfa að berast frá stjórnum eða fulltrúum þeirra í síðasta lagi 2. apríl næstkomandi en munið...fyrstir koma...fyrstir fá

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður

Bestu kveðjur

Jónas G


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is