• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Handverkshátíð

Handverkshátíð
Biggi við rúning á handverkshátíð

Jæja félagar þá er vinna fyrir handverkshátíð að fara á fullt, Ragnar hefur umsjón með því verki og núna er búið að skipuleggja törn næstu daga. Ég vil minna fólk á að þetta var okkar stærsta fjáröflun í fyrra þannig að menn verða að gefa sér tíma til að sinna þessu og því fleiri því léttara verður þetta fyrir alla.

Hjálparsveitin mun sjá að mestu um alla uppsettningu og frágang fyrir handverkið og lítil vinna á sjálfu handverkinu. Það er kostur fyrir okkur og við getum því byrjað núna næstu daga, sölubásakerfið kemur um helgina og við þurfum að setja það upp þá (lau-sun) síðan þarf að teppaleggja og laga til í stofum og verður það núna á miðvikudags og fimmtudagskvöld. Það þýðir að við öll þurfum að mæta einhvern af þessum fjórum dögum, hringið því sem fyrst í Ragnar í síma 866-0524 og takið frá daginn sem þið komist.

Gerum þetta skemmtilegt, tökum þátt.

Kveðja Stjórnin


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is