Flýtilyklar
Handverkshátíð vinnuplan
Vinnan um síðustu helgi gekk mjög vel og núna erum við búin að setja niður þá daga sem við þurfum að mæta og
undirbúa handverkshátíðina.
Það eru tvö kvöld og einn dagur sem að við þurfum að fá mannskap í til að setja upp búnað fyrir hátíðina, tveir
menn alla hátíðina í sjúkragæslu og síðan mánudagskvöldið eftir hátíðina í frágang á
öllu.
- Miðvikudagskvöld 21. júlí kl 19:30. Sækja búnað og dót í Sólgarð og á fleiri staði og koma því fyrir
á Hrafnagili.
- Miðvikudagskvöld 28. júlí kl 19:30. Smíða miðasöluhús, girðingar o.fl.
- Fimmtudagurinn 5. ágúst ca. kl 9:00 Setja upp tjöld og gera allt klárt fyrir hátíðina. Allir að taka frá þennan dag og
mæta. =)
- Föstudagur-laugardagur-sunnudagur-mánudagur. Sjúkragæsla kl 14-17. Tveir menn á vappi um svæðið með
skyndihjálparbúnaðinn á vísum stað.
- Laugardagskvöld 7. ágúst kl. 19:30. Kvöldvaka og grill. Skemmtiatriði og spilað fyrir dansi.
- Mánudagskvöldið 9. ágúst kl 18:00. Allir sem mögulega geta mætt. Taka niður allt og ganga frá öllu þetta kvöld.
Þá er það upptalið sem við þurfum að gera í stórum dráttum svo núna skulum við gefa okkur tíma í þetta.
Margar hendur vinna létt verk!
Það væri frábært ef þið gætuð skrá ykkur hérna við fréttina hvaða dag/daga þið getið komið.
P.S.
Ef þið fáið Boða eða sms þá óskum við eftir að þið látið vita til baka hvort þið komið eða komið
ekki. Þetta á við um alla sem fá skilaboðin þannig að ekki þurfi að senda út mörg skilaboð.
Ragnar 866-0524
Pétur 861-4085