Flýtilyklar
Handverkshátíðarfundur á morgun!
16.07.2012
Jæja!
Þá er komið að því að hefja undirbúning að Handverkshátíðinni fyrir alvöru. Nú verður hátíðin
haldin í 20. skiptið og af því tilefni verður gerð heimildarmynd um hátíðina. Þess vegna biðjum við alla sem mæta í vinnu
og annað í sambandi við hátíðina að vera í bolum og peysum merktum hjálparsveitinni.
Við byrjum á undirbúningsfundi sem haldinn verður í Félagsborg, mánudagskvöldið 16. júlí kl. 20:00. Þangað
verða allir að mæta sem ætla að taka þátt í hátíðinni (sem þýðir auðvitað að allir virkir félagar
mæta, ekki satt?) :)
Svo verður teppalagning á fimmtudagskvöldið og áframhaldandi vinna um helgina, svo endilega mætið á morgun!
Kveðja
stjórnin.
comments powered by Disqus