• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Handverkshátíðarvinnutörn!

Heibb!

Smá áætlanabreyting!

Föstudagur 20. júlí kl. 19:00 - Mæting í Hrafnagilsskóla og sýningarkerfið sett upp í skólastofum. Einn punktur.

Laugardagur 21. júlí kl. 09:00 - Teppalagning og uppsetning á sýningarkerfi í íþróttasal. Tveir punktar ef allur dagurinn.




Nú verða allir sem ætla að mæta, hvort sem það er hluta úr kvöldi / degi, annað skiptið, bæði skiptin eða hvað sem er, að láta Sunnu vita. Endilega sendið sms með upplýsingum í stað þess að hringja - en ef þið þurfið að hringja, hringið þá eftir kl. 17:00. Ég held skrá yfir hverjir mæta og held saman punktasöfnuninni yfir hátíðina. Látið líka vita ef þið komist alls ekki, þá þurfum við ekki að hringja. Við þurfum nefnilega að hafa nógu marga á laugardaginn til að þetta gangi vel. 

Það verður tekin upp heimildarmynd í uppsetningunni á laugardaginn og því verða allir sem eiga að mæta í hjálparsveitarpeysum og bolum. Við verðum með boli á staðnum svo fólk getur fengið þá lánaða. Mætið svo vel greidd og sæt líka :-)

Kveðja
Sunna

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is