Flýtilyklar
Handverkshátíðin - lokadagur!
12.08.2013
Jæja duglega fólk - nú er komið að lokadegi Handverkshátíðarinnar þetta árið. Búið er að skipuleggja daginn í
gæslu - hann Halli sér um það - en að loknum degi er komið að því að taka sýninguna niður.
Það verða því allir sem vettlingi (jafnvel bara aukavettlingi) geta valdið að mæta á morgun kl. 17 í Hrafnagilsskóla til
að taka niður allt klabbið.
Það verður gott veður svo við ættum að verða snögg að þessu ef við vinnum saman :)
Þið eruð búin að vera alveg svakalega dugleg síðustu vikuna, við undirbúning, uppsetningu og gæslu á hátíðinni og
eigið stórt hrós skilið. Nú skulum við klára þetta með trompi.
Kveðja
Sunna.
comments powered by Disqus