• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Haustæfing með Hjálparliði Dalbjargar

Haustæfing með Hjálparliði Dalbjargar
Hlynur og Víðir með lausa dælu.

Það var byrjað á að fara yfir málefni hjálparliðsinns s.s. fastan fundartíma sem verður fyrsta fimmtudagskvöld hvers mánaðar. Víðir Ágústsson var settur umsjónarmaður hjálparliðsins og Jóhannes Jakobsson honum til aðstoðar. Farið var í gegnum búnað liðsins og hvað vantar í hann.

Þar á meðal þarf að fá strax vatnsbólamöppu, skóflu, stunguspaða, járnkarl, verkfærakassa, minnislista fyrir þrýstingstap og breytitöflu Bör vs pund.

Bóklegur fyrirlestur um þrýstingstap var tekinn fyrir hádegi og vatnsbólamappan úr 61-132 var skoðuð með tillit til innstu bæa.
Tekið var stutt hádegishlé þar sem menn gæddu sér á “Girðingarsúpu”, brauði og fl.

Eftir hádegi var farið út í Hríshól og tekin æfing með dæluna og búnað frá Slökkviliði Akureyrar (61-132).


Markmiðið með æfingunni var að sjá hvað lækir afkasta mikið sem vatnstökustaðir og hversu auðvelt/erfitt er að stífla þá. Hríshóll var fyrir valinu þar sem mappan segir að eina vatnsbólið sé bæjarlækurinn sem er frekar lítill.
 
Tókst þeim vel að stífla lækinn með því sem þeir fundu þarna heimavið og komu dælunni vel fyrir sem lægst við tökustaðinn. Tengdu þeir síðan lögn upp í 61-132 og síðan af honum á stút. Í ljós kom að lækurinn dugar tæplega fyrir dæluna þeirra þegar þeir dældu 800 l/m.
 
Næst var farið í að mæla afköst miðað við útreikninga og var það gert með því að hjálparliðsmennirnir reiknuðu út tap í slöngum og stút og gáfu upp hvað þeir væru að flytja mikið vatn, síðan fylltu þeir 1000 lítra tank á tíma. Þetta gekk mjög vel og þeir átta sig vel á flutningsgetu slangna og eins hvað þarf að vera mikill þrýstingur til að nota stúta.
 
Hjálparliðsmennirnir skiptust síðan á að gangsetja dæluna og læra betur á hana meðan aðrir skiptust á að tína allt sem tilheyrir Tohatcu-dælunni úr 61-132 og gangsetja hana.

Að lokum var frágangur í Bangsabúð og smá rýnifundur.


Þeir sem mættu voru eftirtaldir og þrír boðuðu forföll.

Víðir Ágústsson
Jóhannes Jakobsson
Guðbjörn Elfarsson
Sverrir Reynisson
Hlynur Þórsson

Æfingin var frá kl 10-16:30.

Pétur R Tryggvason.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is