Flýtilyklar
Haustferð 2014
Haustferð verður farin 24.-26. október 2014. Stefnan er sett í Kerlingarfjöll.
Á laugardegi er planið að líta í Setrið, fara í Kisugljúfur og inn í Klakksskála. Á sunnudegi geta þeir sem vilja gengið um svæðið fyrripartinn, en á leið heim þann dag verður komið við á Beinhóli, farið yfir Blöndu, um Mælifellsdal og ofan í Skagafjörð
Sveitin býður upp á dýrindis hafragraut í morgunmat og grill á laugardagskvöldinu. Annað nesti sjá félagar um sjálfir.
Á síðasta fundi kom fram að mikill áhugi er fyrir ferðinni svo við biðjum ykkur um að skrá ykkur eins fljótt og hægt er svo við getum áætlað fjöldann og sæti í bílum. Við reynum eins og hægt er að koma öllum félögum sem skrá sig með í ferðina.
Skráning í ferðina er hér á síðunni. Gott væri að vera búin að fá skráningu sunnudaginn 19. október.
Kveðja, stjórnin.