• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Haustferð 2015

Haustferð 2015
Haugsöræfi 2011

Haustferðin okkar verður farin helgina 23.-25. október nk. Þetta árið verður gamanið á Austurlandi.

Farið verður frá Dalborg seinnipart föstudags og haldið í Fjallaskarð þar sem verður gist um nóttina. Á laugardaginn verður farið í Snæfell og verður sameiginlegur matur á laugardagskvöldinu. 

Félagar þurfa auðvitað að vera klæddir eftir veðri og hafa nesti sem dugar fyrir helgina, nema fyrir laugardagskvöldið.

Lagt verður af stað frá Dalborg kl 17:00 en það verður hægt að hitta okkur líka bara á Leirunni og koma í bílana þar 17:20 ca ;)  Hlökkum til að sjá ykkur ;) 

Skráning er hér í athugasemdum og biðjum við félaga einnig að taka fram ef þeir ætla á einkabíl og hve mörg pláss eru þá í bílnum. Þátttökugjald í ferðina eru 3000 kr. og má millifæra það á reikning Dalbjargar, kt. 530585-0349, reikn. 0302-26-12482. Eins og alltaf reynum við eftir fremsta megni að koma öllum með sem vilja.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is