• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Haustferð, Fjarskipti 1 og sleðafundur

Nú er margt að gerast og um að gera að fylgjast með! Hér koma fréttir af haustferðinni sem verður um næstu helgi, námskeiði í fjarskiptum sem verður á miðvikudaginn og svo verður sleðafundur í næstu viku...
Á miðvikudaginn verður námskeið í fjarskiptum. Þetta er grunnnámskeið sem allir þurfa að taka og við erum þegar komin með góða þátttöku á það. Þeir sem ætla að skrá sig eiga að fara inn á sitt svæði hjá björgunarskólanum og skrá sig þar sjálfir.

Haustferðin verður farin um næstu helgi, hér kemur dagskráin:

Föstudagur
17:00 - Keyrt í Varmahlíð og dótinu okkar komið fyrir
            Eftir það verður rennt á Sauðárkrók og farið í heimsókn til
            Skagfirðingasveitar.
Laugardagur
08:00 - Ræs
            Fyrst verður farið í Blönduvirkjun og hún skoðuð, einnig farið
            í leikjaþrautir.
            Eftir það verður farið á Skagaströnd þar sem félagar okkar þar
            taka á móti okkur, sýna okkur búnaðinn sinn og fara með okkur
            í siglingu á Húnabjörginni.
            Heimleiðin verður fyrir Skaga og komið við í Grettislaug.
Sunnudagur
            Við skoðum samgönguminjasafnið á Hofsósi, og skreppum við á
            Siglufjörð og höldum heim um nýju Héðinsfjarðargöngin.

Svo vill sleðanefnd koma því á framfæri að í næstu viku verður fundur hjá þeim. Nánari dagsetning verður sett inn síðar, en þeir sem ætla að vera með í vetur eiga að setja sig í samband við Pétur eða Smára og skrá sig.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is