Flýtilyklar
Haustferð og fleira skemmtilegt
14.09.2012
Sæl öll!
Á fundinum í gær var ákveðið að farið verður í haustferð helgina 14.-17. september. Ingi og Halli eru að skipuleggja ferðina og
ef hægt er ætlum við að reyna að hafa þetta 4 daga ferð. Hugmyndin er að keyra í Laugarfell á föstudegi og fara í suðurátt
um helgina. Endilega takið helgina frá !
Við töluðum einnig um námskeið, samæfingu á svæði 11 og margt fleira.
Við ræddum hvaða námskeið okkur langar að taka í vetur. Fyrsta hjálp 2 verður haldið í nóvember fyrir þá sem eiga
það eftir, og einnig þá sem vilja halda menntuninni við. Áhugi er fyrir því að halda námskeið í fjallabjörgun og í
slysaförðun. Hópstjórnunarnámskeið verður haldið á Eyjafjarðarsvæðinu þann 9. nóvember og svo ætlum við
líka að halda Tetra námskeið í vetur. Ef þið hafið fleiri hugmyndir að góðum námskeiðum sem ykkur langar til að fara á,
endilega talið við stjórnina og látið vita af því. Fjarnámið verður áfram í boði og við hvetjum ykkur til þess að
nýta ykkur það. Bjarney hefur tekið að sér að vera tengiliður fyrir yngri kynslóðina í hjálparsveitinni og reynt verður að
sýna fyrirlestra úr fjarnámskeiðum í Félagsborg.
Í vor kom upp sú hugmynd að Dalbjörg myndi halda samæfingu fyrir svæði 11 í haust. Við ætlum auðvitað að slá til og
hafa æfingu í seinni hluta október. Þá væri gaman að vera búin að halda slysaförðunarnámskeiðið :)
Handverkssýningin gekk rosalega vel og við viljum þakka öllum sem tóku þátt í vinnunni við hana og gerum auðvitað enn betur að
ári.
Þökkum fyrir góðan fund!
Stjórnin.
comments powered by Disqus