Flýtilyklar
Heimsókn til Dasa á Dalvík
Í kvöld fórum við í unglingadeildinni Böngsum út að borða á Greifann og svo var ferðinni heitið til Dalvíkur að heimsækja unglingadeildina Dasa. Þar tóku á móti okkur 5 umsjónarmenn þau Friðjón, Fanney, Thelma, Kristján og Arinbjörn og um 40 krakkar. Strákarnir okkar fengu kynningu á húsnæði þeirra og fengu að kíkja á tækjakostinn. Þegar allir voru komnir svo í hús var haldin leitaræfing á bryggjusvæðinu og þar voru krökkunum skipt í tvo hópa sem áttu að leita svæðið frá sitthvorum enda og mætast á miðri leið. Æfingin gekk mjög vel og fengu þau góða innsýn í hvernig leit skal framkvæmd. Eftir að æfingu lauk enduðum við þennan hitting á keppni í reipitogi milli sveitanna, strákarnir okkar 7 á móti 7 frá Dösum og endaði það 1-1. Eftir frábæran hitting enduðum við heimferðina á að fá okkur Brynjuís þar sem sá sem mætti verst klæddur þurfti að splæsa ís á umsjónarmennina... hann mun aldrei koma illa klæddur aftur ;).
Takk fyrir frábærar móttökur Dasar, Dalvík það var frábært að fá að kíkja til ykkar.
Gulla umsjónarmaður.