• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Heimsókn um borð í varðskipið Vædderen

Heimsókn um borð í varðskipið Vædderen
Vædderen

Félögum Dalbjargar og annarra sveita á svæði 11, auk Siglfirðinga, býðst að fara í heimsókn um borð í danska varðskipið Vædderen, laugardaginn 21. júní kl. 10:30. Mæting er kl. 10:00 við húsnæði Súlna á Akureyri.

Um borð munu Sören Tversted, skipherra á Vædderen og aðrir skipverjar uppfræða gesti í stuttu máli um skipið og verkefni þess ásamt því að bjóða upp á kaffi og eitthvað til að maula á á meðan. Því næst verður farinn túr um skipið. 

Þeir sem hafa áhuga á því skulu láta Sunnu vita með sms fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 18. júní þar sem áhöfn varðskipsins þarf að vita fjölda gesta fyrirfram.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is