• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Hjálparslökkvilið á æfingu

Hjálparslökkvilið á æfingu
Lítið keyrð Lada station til sölu.. Tilboð..

Hjálparlið Dalbjargar var með æfingu í gær fram við Hóla. Æfingin byrjaði í Bangsabúð með yfirferð á kerru og var búnaður klár til notkunar. Hjálparliðsmenn fengu síðan 3 nýja (gamla) slökkvigalla frá Slökkviliði Akureyrar þannig að núna eru Hlynur, Víðir, Ólafur, Ingvar, Guðmundur og Jóhannes komnir með slökkvigalla.

Tekin var smá upprifjun um vatnsöflun og farið í gegnum “Bæjarmöppuna” og velt upp hvaða bæir eru erfiðir m.t.t. vatnsbóla. Pétur kom með slökkvibíl og fóru menn vel í gegnum helsta búnað á honum.
Síðan var farið suður í Hóla þar sem Ingi hafði komið fyrir öndvegis Lödu sem beið eftir okkur. Menn æfðu sig hver og einn á sveitardælunni, lögðu lagnir og síðan var kveikt í Lödunni og menn æfðu sig í að slökkva í henni og hvernig mestum árangri er náð með vatni. Æfingunni lauk um þrjú leitið.

 


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is