Flýtilyklar
Inflúensufaraldur og Björgunarsveitir
Á námskeiðinu var rætt um hvað inflúensa er, hvernig hún smitast og hvað við getum gert til að forðast smit.
Einnig var rætt um til hvaða ráða við gætum þurft að grípa ef til þess kæmi að Almannavarnir gæfu út Neyðarstig, sem
yrði til þess að loka þyrfti landinu.
Það væri sterkur leikur hjá ykkur björgunarsveitarfólki að skoða glærurnar sem fylgdu þessu
námskeiði, en þær er hægt að nálgast hér. Þegar þangað er komið veljið
þið "Innskrá", því næst sækið þið ykkur lykilorð og eftir það leiðir kerfið ykkur í gegn.
Björgunarskólinn mælir eindregið með því að allir fari yfir þessar glærur svo við getum verið sem best undirbúin fyrir
það sem gæti gerst.
Munið svo að þvo ykkur vel um hendurnar og helst spritta líka, og svo auðvitað að henda öllum snýtibréfum og pappírsþurrkum beint í ruslið.