Flýtilyklar
Jólafundur - sýnikennsla á þyrlupoka
07.12.2014
Góð mæting var á jólafundinn okkar í kvöld og voru allir sáttir með veitingarnar sem voru í kaffinu; piparkökur, mandarínur og jólaöl.
Í lok fundar var Jóhannes gjaldkeri með sýnikennslu á þyrlupokann okkar sem við fengum að gjöf frá sveitum á svæði 11 í minningu Péturs Róberts. Anton Berg í Súlum kom á síðasta stjórnarfund hjá okkur og kenndi mönnum að nota pokann og var Jóhannes nú að miðla þeirri kennslu áfram. Nokkrar myndir af sýnikennslunni eru komnar á myndasíðuna.
Takk fyrir góðan fund.
comments powered by Disqus