Flýtilyklar
Jólakveðja 2013
23.12.2013
Stjórn Hjálparsveitarinnar Dalbjargar óskar félögum Dalbjargar, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Við þökkum björgunarsveitum og öðrum aðilum nær og fjær, innilega fyrir samstarfið á árinu og allan þann stuðning sem okkur hefur verið veittur.
Að öðru kæru Dalbjargarfélagar - þar sem veðurspár benda til þess að veður verði ekki sem best næstu daga viljum við benda félögum á að taka búnaðinn sinn til og hafa hann tiltækan yfir hátíðirnar ef ske kynni að við þurfum að bregðast við aðstoðarbeiðnum. Við vonum auðvitað að til þess komi ekki og að allir komist heilu og höldnu á milli staða. Við hvetjum fólk til þess að athuga færð og veður áður en lagt er af stað og hafa í huga að betra er að halda kyrru fyrir en að leggja út í óvissuna ef ástandið er tvísýnt eða búnaður ekki nægilega góður.
Hafið það annars sem allra best um jólin og njótið hátíðarinnar.
P.S. - Blaðið er komið!
comments powered by Disqus