Flýtilyklar
Kassaklifur í Kvennahlaupi
07.06.2008
Hið árlega kvennahlaup var haldið um allt land í dag, þar á meðal á Hrafnagili. Þar vorum við með kassaklifur í
íþróttasalnum eins og við höfum gert síðustu ár, og eins og venjulega var mikil aðsókn í það.
Krakkarnir stóðu sig rosalega vel og hvert metið var slegið á fætur öðru. Í þetta skiptið stóð kvenþjóðin sig
áberandi best, en hún Kristjana á Hranastöðum var með flesta kassa, eða 21. Það er það hæsta sem hægt er að fara,
því lofthæðin leyfir ekki hærri kassaturn. Næst kom Birgitta Íris í Vallartröð með 19 kassa og á eftir henni voru Sveinborg,
Guðmundur og Júlíus, öll með 17 kassa. Við ætlum að halda tölum þessa árs til haga og vonum að sem flestir mæti á
næsta ári og bæti sig enn frekar. Þetta var mjög skemmtilegur dagur, og við hlökkum til að sjá ykkur aftur á næsta ári.
comments powered by Disqus