• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Kindaleiðangur í morgun.

Kindaleiðangur í morgun.
Grettir og hrúturinn Hreinn
Eins og það nú er þá eru verkefni Björgunarsveita misjöfn eins og þau eru mörg. Bændur í Eyjafirði sáu til kinda á tveimur stöðum í gær og óskuðu eftir aðstoð Hjálparsveitarinnar Dalbjargar við ná þeim og koma þeim til byggða. Snjór er yfir öllu núna og því þarf öfluga bíla og sleða til að ferja kindur. Fóru tveir hópar af stað í morgun annarsvegar jeppaflokkur inn á Djúpadal. Þar náðu þeir 7 kindum sem þeir komu til eiganda sinna. Hinsvegar var farið á sleðum til að aðstoða bændur á Kvarnárdal við að ná og koma þremur kindum til síns heima.

Jóhannes, Elmar og ónefnd kind inn á Djúpadal.

Pétur að koma sér heim með fenginn.

Kindunum komið haganlega fyrir á þotu aftan í slaðann.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is