• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Klifurdagur með Súlum

Við höfum fengið boð frá Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri um að taka þátt í klifurdegi sem þau ætla að halda í Munkaþverárgilinu á laugardaginn. Svona hljómar viðburðarlýsingin:

Á laugardag er útlit fyrir gott klifurveður í Eyjafirði og þá ætlar undanfararhópur Súlna bjóða ykkur að koma í klettaklifur í Munkaþverárgili. Reiknað er með að keyra frá Hjalteyrargötunni kl. 9 og klifra eitthvað fram eftir degi. Markmiðið er að fólk fái aðeins að kynnast sportklifri og verði öruggari með að kíkja í klifur á eigin vegum. Þið getið einnig bara rennt við og jafnvel tekið eitt eða fleiri gó eða bara sigið ofan í gilið :)

Kv. Friðfinnur Gísli Skúlason.
 
Á sama tíma og við hvetjum ykkur til að mæta bendum við líka á að það vantar enn einhverja aðstoð í kassaklifrinu á laugardaginn sem er akkúrat á sama tíma - en við kíkjum þá bara í gilið eftir kassaklifur! 
 
Endilega nýtið ykkur þetta boð og njótið laugardagsins :)
 
Kveðja, stjórnin

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is