• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Landsæfing S.L. 10. október

Landsæfing S.L. 10. október
Landsæfing á Ísafirði 2011

Eins og þið vitið flest verður Landsæfing björgunarsveita S.L. haldin í Eyjafirði laugardaginn 10. október. Sveitirnar á svæðinu koma að skipulagi æfingarinnar með einum eða öðrum hætti og eru þónokkur verkefni í umsjón Dalbjargarfélaga. Við þurfum á öllum okkar mannskap að halda þennan laugardag eins og við ræddum á síðasta fundi, bæði til að hafa umsjón með verkefnum, vera sjúklingar og fleira. Þetta er bæði skemmtileg og fræðandi reynsla og við hvetjum ykkur til að taka þátt. 

Þeir sem hafa enn ekki fengið verkefni á æfingunni sjálfri eru hvattir til að láta vita í athugasemdum hér að neðan og þá verður haft samband við ykkur!

Kv. stjórnin.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is