Flýtilyklar
Landsæfing!
21.10.2009
Jæja, þá er það lokaspretturinn og ekkert annað eftir en að setja upp ofurbrosið og hafa góða skapið með sér! Planið er svona: Hittingur hjá Gellunesti (Shell) kl 16:30 á morgun, föstudag og er stefnt á að leggja af stað ekki seinna en kl 17:00.
Hér má svo sjá uppfærðan lista og frekari upplýsingar um landsæfinguna.
Fyrstuhjálparhópur:
Sunna
Marsibil
Tobba
Sandra
Guðjón
Tækjahópur:
Eiður
Ingi
Smári
Eins og hefur komið fram hér áður þá hefst fundur fyrir hópstjóra kl. 7 og æfingin sjálf kl. 8. Henni lýkur svo kl 17 og öllum er svo boðið til veislu í boði Landsbjargar kl 18, einnig fáum við frítt í sund.
Við gistum í skólastofum í Holtaskóla í Reykjanesbæ á föstudagskvöldið - munið eftir dýnum og svefnpokum. Það sjá allir um að nesta sig sjálfir alla helgina, nema á laugardagskvöldið en þá ætlum við að elda saman í bústað sem við höfum leigt.
Svo verða auðvitað allir að muna eftir sínum persónulega búnaði fyrir svona æfingu.
Áður en við förum er gott að allir rifji upp grunnatriðin í fyrstu hjálp og kynni sér Siðareglur Landsbjargar sem má finna hér til hliðar. Við tökum svo nokkrar bækur með til að skoða á leiðinni.
Sjáumst svo hress og kát um helgina!
comments powered by Disqus