Flýtilyklar
Landshlutafundur
Tilkynning frá stjórn SL:
"Stjórn Slysavarnafélagsins boðar til landshlutafundar laugardaginn 26. janúar næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Akureyri, í húsnæði Síðuskóla og byrjar kl. 09:00 og stendur til c.a.16:30/17.
Fundurinn er opinn öllum félögum og biðjum við ykkur að hvetja alla ykkar félaga til að fjölmenna og taka þátt í umræðu um málefni félagsins.
Fyrir hádegi er röð fyrirlestra um ýmis björgunarmál sem Björgunarskólinn sér um. Eftir hádegismat eru málstofur um hin ýmsu mál félagsins.
Skráning er á innra svæði félagsins og biðjum við fólk að skrá sig tímanlega."
Sýnum nú lit kæru félagar og fjölmennum á þennan fund! Þetta verður bara skemmtilegt og auðvitað mjög áhugavert fyrir okkur öll sem höfum áhuga á þessum málum. Ef þið getið ekki skráð ykkur inn á innra svæðið þá hringið þið í 570-5900 og skráið ykkur þar.
Já og ef þið viljið fá dagskrána senda, hendið þá inn e-mailinu ykkar hér að neðan.