Flýtilyklar
Landsþing afstaðið
Hópurinn sem hélt til Ísafjarðar til að sitja Landsþing og taka þátt í Björgunarleikum átti frábæra helgi í fínasta veðri á Ísafirði. Við sendum tvö lið á Björgunarleikana og annað þeirra, "Made in sveitin" varð í 5.-6. sæti af 18 liðum sem verður að teljast góður árangur fyrir sveitina okkar. Sýnum það og sönnum enn og aftur að við erum framarlega í þessum málum og þekkingin og samheldnin hjá okkur er mikil. Svo var liðið auðvitað í svo flottum göllum frá Jötunn vélum, sem hafa eflaust hjálpað til! Í hinu liðinu okkar voru margir sem höfðu aldrei tekið þátt í Björgunarleikum áður en stóðu sig engu að síður vel og höfðu upp úr þessu mikilvæga reynslu. Þau lentu í 17. sæti. Í því liði voru Ólína, Íris, Bjarney, Gulla, Hreiðar og Sigmar (sjá mynd neðst).
Helgin var líka skemmtileg fyrir þá sem sátu Landsþingið, sérstaklega þegar á kosningum stóð, þar sem formannskjör og kjör til stjórnar voru æsispennandi.
Á sunnudeginum litum við í opin hús til Björgunarsveitarinnar Ernis á Bolungarvík og Tinda í Hnífsdal og var mjög gaman að sjá aðstöðuna hjá þessum sveitum.
Takk fyrir helgina!
P.S. Sjáumst næst í kassaklifri í Kvennahlaupinu og svo auðvitað í girðingavinnu og á Handverkshátíð! Nóg að gera þótt sumarið sé komið!