• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Leit í Fljótshlíð 14. júní

Leit í Fljótshlíð 14. júní
Leitarhundurinn Ellý

Föstudaginn 13. júní barst útkall til sveita á svæði 11 um leit að konu í Fljótshlíð, en hennar hafði verið leitað í nokkra daga. 

Sjö félagar frá Dalbjörg; Kristján, Ingi, Bjarney, Jóhann, Hilmar, Jóhannes og Alexander, tveir frá Tý; Jón Hrói og Aðalsteinn fóru af stað ásamt leitarhundinum Ellý. Farið var á tveimur bílum sveitanna og lagt af stað suður um kl. 23:00 á föstudegi. Leiðin lá yfir Kjöl sem hafði nýlega verið opnaður og fær aldrifs bílum. Hópurinn kom í Fljótshlíð um kl. 05:00 á laugardagsmorgni og gat hvílst þar til leit hófst um kl. 10:00. Verkefnin voru af ýmsum toga og unnu félagar Dalbjargar og Týs saman að verkefnunum. Einn félaga Dalbjargar fór til leitar með Aðalsteini og hundinum Ellý og Jóhannes fór í svæðisstjórn á svæði 16 en hinir félagarnir fóru á önnur leitarsvæði. Meðal annars var farið í breiðleit á lúpínusvæði í samvinnu við Skagfirðinga og Björgunarsveitina Klakk og einnig leituðum við fjöruna og ósa Markárfljóts en leitin bar ekki árangur. Leitað til um kl. 19:00 þegar leit var hætt þann daginn.

Eftir að leit var lokið var lagt af stað norður á ný og komu félagar í hús um kl. 04:00 að morgni sunnudagsins 15. júní. Einn félaga Dalbjargar varð fyrir þeirri leiðu reynslu að brotist var inn í bifreið hans sem stóð við Dalborg, húsnæði Hjálparsveitarinnar Dalbjargar, á meðan hann sinnti útkallinu og unnar skemmdir á leiðslum. Við vonum að slíkt athæfi munum við ekki sjá aftur, enda mikil vonbrigði að koma heim úr löngu útkalli og sjá skemmdarverk á eigum sínum.

 
 

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is