Flýtilyklar
Litlu-jól og uppskeruhátíð í Funaborg
08.11.2012
Sælir félagar
Tvennt á dagskrá á næstunni: Litlu-jólin okkar og uppskeruhátíð í Funaborg.
Uppskeruhátíðin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár, getið séð allt um hana í sveitapóstinum eða á
esveit.is. Við viljum kanna áhuga á þátttöku í þessum viðburði þar sem það þarf að panta miða og við myndum
þá hafa einhvern með í undirbúningsnefnd ef fólk hefur hug á að fara.
Þeir sem hafa áhuga á því að fara sem Dalbjargarfélagar mega því láta vita sem fyrst, hér eða á
fb-síðunni.
Varðandi litlu-jólin var dagsetningin 24. nóvember ákveðin, en sú staða hefur komið upp að báðir nefndarmennirnir eru uppteknir
þá helgi (Halli og Elmar). Þeir vilja því stinga upp á dagsetningunni sem sett var til vara, þann 7. desember, nema einhver vilji koma í
þeirra stað í skipulagningu fyrir 24. nóvember.
Endilega látið í ykkur heyra með báða viðburðina!
comments powered by Disqus