Flýtilyklar
Litlu jólin 2009 - Ekki fyrir viðkvæma!
Jæja, nú eru litlu jólin um helgina og ég vona að það séu ALLIR búnir að skrá sig sem ætla sér að mæta!
Gleðskapurinn hefst stundvíslega kl 20:00 í Funaborg
Boðið verður uppá glæsilegan matseðil sem samanstendur af baneitruðum fordrykk, möndlubúðing í forrétt, aðalrétt ala nefndin og svo ljúffengum eftirrétt að hætti hússins.
Skemmtidagskráin verður þétt og þess má til gamans geta að boðið verður uppá söng, myndasýningu(alls ekki fyrir viðkvæmar sálir), leikþátt, annál og HAPPDRÆTTI þar sem spennan verður í hámarki, enda glæsilegir vinningar í boði. Við ætlum einnig að skiptast á pökkum eins og í fyrra og viljum við biðja ykkur að miða við 500kr.
Ekki verður gefið upp hver stjóri þessarar veislu verður en það mun koma skemmtilega á óvart!
Nefndin vill biðja ykkur um að mæta í snyrtilegum klæðnaði, í andlegu jafnvægi og með góða skapið!!
Við erum að sjálfsögðu eins og spenntir rottubogar af tilhlökkun og vonum að þið séuð það líka!
Kveðja, nefndin