Flýtilyklar
Maður brenndist á fæti.
06.01.2008
Hjálparsveitin var kölluð út í dag vegna manns sem brenndist á fæti á bænum Grænuhlíð. Maðurinn var að vinna
við að rafsjóða þegar neistar frá rafsuðunni urðu til þess að eldur kviknaði í fötum hans.
Maðurinn náði að slökkva eldinn og koma sér úr fötunum. Tveir björgunarsveitarmenn voru staddir í Bangsabúð vegna flugeldasölu
og fóru þeir strax í Grænuhlíð. Maðurinn hlaut annars stigs bruna á læri og var búið um áverkana með
sérstökum brunagrisjum. Ákvað maðurinn að hann skyldi sjálfur koma sér á sjúkrahús ef þess yrði þörf þar
sem honum var farið að lýða betur og ekki djúpur bruni.
comments powered by Disqus