• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Margt á prjónunum

Það er margt að gerast hjá okkur í vetur og það byrjar með viðburðaríku hausti. Námskeið í fyrstu hjálp, haustferð og landsæfing eru meðal atburða á næstunni. Helgina 17.-20. september verður námskeið í Fyrstu hjálp 1 haldið hjá okkur. Eins og þið vitið er þetta námskeið mjög mikilvægt fyrir alla þá sem starfa í björgunarsveit og er eitt af grunnnámskeiðunum okkar. Við hvetjum því fólk til að taka helgina frá og skrá sig á námskeiðið, einnig þótt það hafi tekið þetta námskeið áður því það er nauðsynlegt að rifja hlutina upp. Við setjum inn nýja frétt þegar nær dregur og þá verður skráning í athugasemdum.

Haustferðin okkar verður 9.-11. október. Þetta árið verður farið í Skagafjörð þar sem okkur mun örugglega ekki leiðast. Þar eru gönguleiðir og fleira skemmtilegt, við ætlum að reyna að heimsækja björgunarsveitarnar á svæðinu, farið í Grettislaug, heimsækja Skagfirðingasveit á fös kvöld og Skagaströnd á laugardegi - Grettislaugin, hinn fornfræga verslunarstað Kolkuós og margt fleira. Þið getið semsagt strax farið að hlakka til frábærrar ferðar!

Landsæfingin verður þann 24. október á Reykjanesi. Frekari upplýsingar um hana eru ekki komnar en þetta verður áreiðanlega skemmtilegur dagur. Við höfum farið á landsæfingar undanfarin ár og það er ávallt gaman að takast á við mismunandi verkefni á hverri æfingu. Hafið þennan dag endilega í huga.

Þessir atburðir verða auglýstir betur þegar nær dregur, fylgist vel með !

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is