Flýtilyklar
Margt að gera !
03.02.2009
Nú eftir áramótin hefur verið margt að gera hjá okkur og auðvitað er einnig margt á döfinni.
Námskeiðið Björgunarmaður í aðgerðum var í Bangsabúð þann 28. janúar. Mætingin á það var mjög
góð og allir þátttakendur ánægðir með skemmtilegt námskeið.
Við tókum að okkur gæslu og sjoppuna á þorrablótinu í Hrafnagilsskóla og það gekk mjög vel.
Sunnudaginn 1. febrúar var almennur fundur í Bangsabúð. Það var góð mæting og spjallað um margt. Ragnar sýndi okkur einstaklingsbúnaðinn sinn, og auðvitað var hann með nóg af vettlingum.
Stjórnin sagði frá fyrirhugaðri jeppaferð fyrir óreynda ökumenn, sem á að fara þann 22. febrúar.Þátttaka í henni verður könnuð þegar nær dregur.
Við horfðum á myndband sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lét gera í tilefni af 80 ára afmæli Slysavarnafélagsins á síðasta ári, og skoðuðum myndir af Litlu-jólunum okkar og óvissudeginum í fyrra.
Svo er nóg að gera við að dútla í bílunum og snyrta þá til, þannig að þeir sem vilja hjálpa til við það næstu kvöld geta haft samband við Eið.
Það eru nokkur námskeið í kringum okkur á næstu vikum sem við hvetjum fólk til að skoða og tala við Eið ef einhver hefur áhuga á að fara. Þessi námskeið má sjá á linknum hér til hliðar, Námskeið veturinn 2008.
Við tókum að okkur gæslu og sjoppuna á þorrablótinu í Hrafnagilsskóla og það gekk mjög vel.
Sunnudaginn 1. febrúar var almennur fundur í Bangsabúð. Það var góð mæting og spjallað um margt. Ragnar sýndi okkur einstaklingsbúnaðinn sinn, og auðvitað var hann með nóg af vettlingum.
Stjórnin sagði frá fyrirhugaðri jeppaferð fyrir óreynda ökumenn, sem á að fara þann 22. febrúar.Þátttaka í henni verður könnuð þegar nær dregur.
Við horfðum á myndband sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lét gera í tilefni af 80 ára afmæli Slysavarnafélagsins á síðasta ári, og skoðuðum myndir af Litlu-jólunum okkar og óvissudeginum í fyrra.
Svo er nóg að gera við að dútla í bílunum og snyrta þá til, þannig að þeir sem vilja hjálpa til við það næstu kvöld geta haft samband við Eið.
Það eru nokkur námskeið í kringum okkur á næstu vikum sem við hvetjum fólk til að skoða og tala við Eið ef einhver hefur áhuga á að fara. Þessi námskeið má sjá á linknum hér til hliðar, Námskeið veturinn 2008.
comments powered by Disqus