Flýtilyklar
Mikið um að vera
Það er margt búið að vera að
gera í starfinu núna síðustu daga og ekki unnist tími til að setja allt hér inn. Hér kemur yfirlit yfir atburði síðastliðna
viku.
16. apríl fóru Valli og Palli upp Garðsárdal og inn í Laugafell á sleðum. Þeir fóru upp á Laugafellið og aðeins um svæðið í kring. Síðan fóru þeir aftur niður í Garðsárdal og skoðuðu sig um áður en þeir héldu aftur heim. Þetta var samtals um 220 km leið.
17. apríl fóru Pétur, Elmar og Bubbi K á sleðunum út í Fjörður og Flateyjardal. Þeir skoðuðu alla helstu staði í Fjörðunum og litu við í Heiðarhúsum og Þönglabakka. Eknir voru tæplega 200 km í sól og blíðu.
19. apríl var fjölskyldudagur Dalbjargar haldinn á Víkurskarði. Um 60 manns mættu og skemmtu sér vel í snjónum við að renna sér, grípa í tækin og grafa snjóhús. Smári kokkur grillaði pylsur handa liðinu. Veðrið var alveg frábært og mikil stemning var í hópnum.
20. apríl fóru Pétur og Sigrún á Patrol upp Vatnahjallann með bensín í Laugafell.
21. apríl voru sleðarnir yfirfarnir af Valla, Smára og Palla.
21. apríl var fundur um tækjamót haldinn í Bangsabúð og mættu 12 manns á fundinn.
24. apríl var síðan farið á 4 jeppum upp í Nýjadal til að standsetja skálana. Við þurftum að moka okkur inn í gamla skálann og laga til. Við kveiktum upp í Solo vélunum og virkuðu þær fínt. Snjór var yfir öllu á svæðinu og svolítið þungt færi, þannig að það leit vel út fyrir tækjamótið sem var um helgina.