Flýtilyklar
Mikið um að vera í gær
24.04.2011
Í gær, laugardaginn 23. apríl, var sumarhátíð á Melgerðismelum sem að félagar Hestmannafélagsins Funa stóðu
fyrir. Þar var margt um að vera og fóru Ingi og Jói með hjálparsveitarjeppana okkar svo að fólk gæti skoðað
þá.
Sleðaflokkurinn með þá Pétur, Bubba, Vidda og Ketil fór í æfingarferð í gær út á Tröllaskagann.
Ókum við í hlíðinni inn á Lágheiði og þar upp Klaufabrekkudal og aftur yfir í fjallgarðinn og niður í Sandárdal. Þaðan hófs sikk sakk um fjöll og dali yfir Heljardalsheiði og upp að Tungnahryggsjökli í brakandi sól og blíðu.
Hittum við á tvo jaxla frá Ólafsfirði og sýndu þeir okkur helstu mögulegar leiðir þarna á svæðinu. Heimleiðin var öllu erfiðari því það hafði dregið upp á himininn og byrjað að élja og þetta svæði andskoti erfitt yfirferðar í blindu.
Við kvöddum Ólafsfirðingana á Lágheiði og héldum aftur til Dalvíkur enda sáttir með 150 km góða ferð að baki.
Horft frá Karlsárfjalli og suðu-vestur í átt að Tungnahryggsjökli.
Skálinn Mosar við Reykjaheiði.
comments powered by Disqus