• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Mikið um að vera næstu helgi..

Næstu helgi er mikið um að vera og þá sérstaklega laugardaginn 12. febrúar. Vetrarsportsýningin Éljagangur verður haldin í Boganum um helgina og líkt og í fyrra munum við aðstoða Ey-LÍV við hana. Við verðum með næturgæslu á föstudagskvöld (Kjartan og Anton kl. 00-08) og laugardagskvöld (Bubbi og Viðar).

Halli og Hemmi verða með kassaklifur á sunnudeginum frá 12-3 en þeim vantar einn með sér til aðstoðar.

Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar er líka á laugardeginum og ætlum við líkt og undanfarin ár að vera fjölmennasta björgunarsveitin þar! Skráning er hjá Ragga og eins og venjulega er einnig hægt að koma á einkabílum. Munið að vera vel merkt í klæðnaði SL.

Að lokum er síðan gæsla á þorrablóti hjá félögum okkar á Svalbarðseyri. Stefán, Snorri, Gulla, Ólöf og Pétur voru búin að gefa kost á sig í þá gæslu.

Það er því skemmtileg helgi í vændum og gerum þetta með stæl.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is