• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið í leitartækni

Um næstu helgi, 20.-22. nóvember, verður haldið námskeið í leitartækni á Akureyri. Námskeiðið hefst kl. 20:00 á föstudagskvöldið í Hjalteyrargötu 12, húsi björgunarsveitarinnar Súlna á Akureyri. Námskeiðið heldur svo áfram á laugardegi og sunnudegi. Þetta er grunnnámskeið í leit að týndu fólki og fjallað er um aðferðir, tækjabúnað og umhverfi leitarmannsins.
Þátttakendur eiga að hafa með sér eftirtalinn búnað:

Búnað til gönguferða á verklegum æfingum, leitarljós, sjónauka, minnisblokk (helst vatnsheld), blýant, málband og göngustaf eða prik (ekki minna en 150 cm).

Skráning er á landsbjorg.is og við hvetjum auðvitað alla sem hafa ekki tekið þetta námskeið að drífa sig á það - og einnig þá sem hafa ekki tekið það lengi.
Frekari upplýsingar um námskeiðið eru á heimasíðu SL.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is