• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeið og fjarnám

Námskeið og fjarnám
Fjarnám heima í stofu.

Þeir sem mættu á síðasta fund fengu kynningu á nýju námskerfi Björgunarskólans og er það gjörbreytt. Það mun nýtast okkur sérstaklega vel þar sem að nú er meðal annars hægt að taka þrjú námskeið úr "Björgunarmanni 1" alfarið í fjarnámi á netinu.
Björgunarmaður í aðgerðum verður kennt í fjarnámi núna í haust og byrjar 27. sept. Einnig hefst námskeiðið Rötun í fjarnámi í dag. Nauðsynlegt er að skrá sig fljótlega. Við viljum hvetja alla sem eiga þessi námskeið eftir til að skrá sig á þau, því þau eru hluti af "4 námskeiðunum" til að komast á heildarútkallslistann hjá okkur.

Að auki eru fleiri námskeið í fjarnámi og félagar geta skráð sig á þau námskeið sem henta hverjum og einum. Við hvetjum alla að sækja sér menntun í "Björgunarmanni 1" með þessari aðferð. Hafið í huga að Dalbjörg greiðir fyrir námskeiðin þannig að við ætlumst til að félagar sýni áhuga og ljúki námskeiðum sem þeir skrá sig á.

Námskeið í fjarnámi:
Rötun - 15. september
Fyrsta hjálp 1 - 20. september.
Leitartækni - 20. september.

Björgunarmaður í aðgerðum - 27. september.

Stór hluti þessara námskeiða er kenndur í fjarnámi. Þau enda svo á mislöngum verklegum dögum sem eru haldnir um allt land. Hægt er að sjá hvenær þeir eru á dagskrá Björgunarskólans.

Sjá dagskrá Björgunarskólans HÉR

Til að skrá sig á námskeið eða skrá sig á innra svæði Björgunarskólans eru flestir með notendanafnið (kennitala) og síðan lykilorð (fyrstu fjórir stafir í nafni með stórann staf fyrst síðan punktur og 1234).
Dæmi fyrir Elísabet = notendanafn 2302803459  lykilorð Elis.1234

Inn á heimasíðu Landsbjargar undir Björgunarskólanum eru fullt af upplýsingum um nýja námskerfið og þið getið smellt HÉR til að horfa á myndband með lýsingu á þessu helsta.

Ef þið lendið í vandræðum með að skrá ykkur er möguleiki á því að smella á "Sækja lykilorð". Þá verður nýtt lykilorð sent til ykkar ef netfangið ykkar er skráð hjá Landsbjörg. Einnig getið þið hringt í Pétur 861-4085 eða á skrifstofu Landsbjargar í síma 570-5900.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is