• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Námskeiðinu að ljúka.

Námskeiðinu að ljúka.
A-fóturinn og ég í blíðunni.
Þá er maður á síðustu metrunum á þessu námskeiði. Í morgun fórum við í gegnum uppsetningu á leiðarlínum og notkun á þrífótum og búnaði til að halda undir línu á brúnum. Tókum síðan verklega æfingu í að binda A-ramma niður til upphækkunar á brún.
Seinnipartinn eyddum við í Hvalfirði í roki og sudda auðvitað við að setja upp 150 metra leiðarlínu ofan af ca. 30 metra háum kletti, niður brattan slakka og niður á jafnsléttu.

Fórum við síðan með sjúkling í börum fram af eins og við höfum æft okkur á áður, sigið var með hann niður klettinn og leiðarlínan notuð til að halda körfunni á lofti niður brekkuna og að bílnum á jafnsléttu. Fín æfing og gott að sjá hvað er hægt að gera í línum þrátt fyrir rok og miklar hviður á toppnum.

Búið að binda fótinn og verið að græja akkeri fyrir 3 línur.

Það var full ástæða til að fara varlega á toppnum.

Jón að fara niður með börunar og Ágúst voða kátur með þetta.

Verkefnið okkar í dag var að koma sjúkling þarna beint niður.

Á morgun á að taka stuttan fyrirlestur um Línubrú og síðan á að drífa sig vestur fyrir Esjuna og gera línubrú yfir gil.

Ég rétt náði í Fjallakofann í dag og bað þá um tilboð á nokkrum hlutum sem gott væri fyrir okkur að eignast, bæði sveitin og einstaklingar svo að við getum samhæft og æft okkur heima. Keypti auðvitað eitt belti handa Valla ásamt 4 karabínum og síðan eitt Reverso handa Smára.
Síðan þurfum við að koma upp hóp sem æfir vinnubrögðin, skyldumæting á Sunnu, Elmar, Smára, Sigrúnu, Valla, Halla, Pétur K og þeim sem hafa áhuga. Fyrst þurfum við auðvitað að finna helgi undir námskeið og fara vel yfir grunninn og síðan pökkum við þessu saman.

Varðandi búnað þá er ekki margt sem að okkur vantar og það væri sniðugt að við tækjum saman það sem einstaklingar þurfa að eiga og fengjum tilboð í það í einum pakka. Þannig að ef einhver er að spá í þennan búnað þá bara endilega hafa samband.
Á morgun lýkur námskeiðinu og ég kem beint heim í sveitina til að hrista af mér Reykjavíkur hrollinum.

Kv Pétur


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is