• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Neyðarkallinn og reykskynjarayfirferð

Um næstu helgi, eða 6.-8. október verður hin árlega reykskynjarayfirferð um sveitina. Meðlimir Dalbjargar munu að venju fara í öll hús í sveitinni og selja rafhlöður í reykskynjara, og einnig verður Neyðarkall björgunarsveitanna til sölu þessa helgi.

Eins og flestir vita er nauðsynlegt að skipta um rafhlöður í reykskynjurum einu sinni á ári, og nú þegar nær líður jólum er gott að huga að þessum málum. Einnig þarf að hafa í huga að skipta út gömlum reykskynjurum, en þá er hægt að panta í gegnum Dalbjörg, sem og annan búnað eins og slökkvitæki, eldvarnateppi og sjúkrakassa.

Neyðarkallinn verður til sölu sömu helgi og vonumst við eftir góðum móttökum eins og undanfarin ár.

Einnig verða félagar Dalbjargar með hundatalningu fyrir Eyjafjarðarsveit, en alla hunda þarf að skrá hjá skrifstofu Eyjafjarðarsveitar.

Við hvetjum félaga Dalbjargar sem eiga eftir að skrá sig hjá Ragnari að láta hann vita í síma 8660524, jafnvel þótt þið komist ekki.

Sjáumst hress um helgina!


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is