• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Nýr vatnabjörgunarbúnaður

Þar sem við erum alltaf að auka við búnaðinn okkar til að tryggja eigið öryggi og skjólstæðinga okkar var ákveðið að kaupa öflugan vatnabjörgunarbúnað. Um er að ræða tvö sett sem fara í sitthvorn björgunarjeppann okkar og er haganlega komið fyrir í öflugum töskum. Búnaðurinn saman stendur af þurrbjörgunargalla, hettu, 25 m kastlínu með karabínu og björgunarvesti. Við vonumst til að taka námskeið í "Öryggi við sjó og vötn" fljótlega og síðan í framhaldinu að æfa okkur með búnaðinn og meðferð á honum því hann er talsvert dýr.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is