• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Nýtt ár að ganga í garð

Nýtt ár að ganga í garð
Munið eftir dýrunum

Nú er en eitt árið að baki og við fögnum nýju ári að vanda. Íslendingar haft þann sið til margra ára að fagna nýju ári og kveðja það gamla með því að skjóta upp flugeldum. Flugeldar og meðferð þeirra getur verið varasöm og valdið mönnum og skepnum óþægindum.

 

 

 

Viljum við hjá Dalbjörgu brýna fyrir fólki nokkur atriði.  

  1. Börn og unglingar eiga ekki að vera eftirlitslaus með skotelda.
  2. Allir sem meðhöndla flugelda eiga að vera með hlífðargleraugu.
  3. Hugsa þarf vel um dýrin og reyna að halda þeim innandyra, sérstaklega hestum, hundum og köttum.
  4. Fylgja í einu og öllu leiðbeiningum sem fylgja flugeldunum.

Sýnum öðrum tillitsemi og fögnum nýjum slysalausum áramótum.

Munið að flugeldasalan er stærsta fjáröflunarleið Dalbjargar og með því að kaupa flugelda af okkur eru þið að styrkja beint við bakið á okkur.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is