Flýtilyklar
Óvissuferðin!
22.05.2008
Jæja, nú eru komnar frekari upplýsingar um óvissuferðina, eins og þið fenguð skilaboð um í kvöld. Það er mæting á
Leiru kl. 10:30, stundvíslega á laugardaginn! Þeir óstundvísu verða bara skildir eftir á
bílastæðinu.
Þið þurfið að vera í fötum sem eru ætluð til útivistar, klædd eftir veðri, og ekki skemmir að hafa með sér eins og eitt
aukasett af fötum. Þið þurfið að sjá um matinn sjálf yfir daginn, svo hafið með ykkur nesti. Allt prógrammið verður væntanlega
búið um kl. 18:30 og þá getur fólk farið heim og snyrt sig örlítið til, og svo verður grillað á leyndó-stað um
kvöldið. Þessi ferð mun hafa örlítinn kostnað í för með sér fyrir ykkur, eins og minnst var á í boðanum.
Þeir sem komast ekki yfir daginn geta mætt með okkur um kvöldið, og biðjum við fólk að skrá sig sérstaklega í það líka.
Ef það eru frekari spurningar, Eurovision sérþarfir eða eitthvað sem þið eruð að spá, endilega hafið samband eða skrifið hér í athugasemdir;)
Þeir sem komast ekki yfir daginn geta mætt með okkur um kvöldið, og biðjum við fólk að skrá sig sérstaklega í það líka.
Ef það eru frekari spurningar, Eurovision sérþarfir eða eitthvað sem þið eruð að spá, endilega hafið samband eða skrifið hér í athugasemdir;)
comments powered by Disqus