Flýtilyklar
Páskagangan, Tækjamótið o.fl.
25.03.2013
Halló öll
Eins og flestir vita fór hópur frá okkur á Tækjamót Landsbjargar á dögunum og skemmtu sér gríðarvel við að finna
nýjar leiðir í skála og margt fleira sem þau eiga eftir að skrifa um og setja inn á síðuna okkar við tækifæri.
En að næsta máli, nú er komið að Páskagöngunni sem hefur verið fastur viðburður hjá okkur síðastliðin
ár. Hún verður kl. 10 á föstudaginn langa eins og venjulega og í þetta skiptið ætla krakkarnir í unglingadeildinni að sjá
um þetta og selja vöfflur og með því til að safna sér í sjóð.
Það væri gaman ef sem flestir myndu mæta og ganga eða hjóla hringinn og auðvitað hjálpa til, en venjulega er keyrt hringinn á
bílunum okkar og göngufólk sem vill ganga hluta úr hringnum getur fengið far í Bangsabúð. Ef þið getið mætt og hjálpað
til megið þið endilega skrá ykkur hér í kommentum, og láta Stefán vita í síma 8678530.
Vonandi sjáumst við sem flest á föstudaginn!
Kveðja, stjórnin.
comments powered by Disqus