• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Páskarnir liðnir...

Nú eru páskarnir liðnir og páskagangan okkar búin. Dagurinn var mjög skemmtilegur og allt gekk vel. Mæting í gönguna var alveg ágæt og vöfflurnar runnu ljúflega ofan í gesti. Margir lögðu einnig leið sína í Bangsabúð gagngert til þess að smakka á vöfflunum.
Krakkarnir í unglingadeildinni sýndu mikinn dugnað þegar þau gengu hringinn með börur á milli sín. Mætingin hjá þeim var alveg frábær og þau lærðu margt um liðsheild og samvinnu sem er grundvöllurinn í starfi okkar í hjálparsveitinni.
Þessi ganga verður auðvitað aftur að ári og er ætlunin að gera þetta fastan viðburð, þ.e. að hún sé haldin til að styrkja krakkana. Þá er það ýmist til að þau komist á Landsmót eða á Útivistarnámskeið á Gufuskálum. Við hvetjum ykkur auðvitað til að byrja strax að æfa fyrir næstu göngu til að reyna að setja tímamet!

Næsta skref hjá okkur í unglingadeildinni er að fara í klifur í Súluhúsinu, og munum við setja inn dagsetningu á það þegar við höfum athugað hvenær er möguleiki að fá að koma til þeirra í Súlum.

Við viljum þakka öllum þeim sem lögðu leið sína í Bangsabúð á föstudaginn langa og styrktu krakkana, sem eiga hrós skilið fyrir þetta gönguafrek sitt.

comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is