• Hjálparsveitin Dalbjörg - 2011 - undirsíður

Pelastikk er málið!

Pelastikk er málið!
Þarna er ég kjúklingur í börunum.

Þá er maður kominn heim af enn einum frábærum degi á námskeiðinu. Dagskipunin var sig með börur niður bratta þar sem slaka þurfti niður börum og allt að þremur börumönnum. Í morgun fóru þeir félagar frá Kanada í gegnum eðlisfræði og annað varðandi þyngdir, aðdráttarafl jarðar og auðvitað hvað við megum bjóða búnaðinum.

Að auki fór Mike í gegnum tilraunir sem þeir hafa gert á búnaði sem er algengur hjá okkur sem björgunarmönnum. Síðan var farið í verklega sýnikennslu hvernig best er að athafna sig við þetta. Í hádeginu var stefnan tekin í dalverpi vestan við Esjuna og þar að góðu gili þar sem hallinn var um 45°. Skiptumst við á að rigga upp búnaði og fara niður og síðan upp aftur.

Ég er orðinn brúnn og sætur því að það var sól AFTUR í dag...
 
Ég og Freysi að koma okkur fyrir með búnað til að hald á börum.

Brot af búnaðinum sem við erum að nota á námskeiðinu.


comments powered by Disqus

Svæði

Hjálparsveitin Dalbjörg • Dalborg, Hrafnagilshverfi • 605 Akureyri • 8650129 • dalbjorg@dalbjorg.is